Sjónvarpið Hjálmar Hjálmarsson bregður sér í nýtt hlutverk.
Sjónvarpið Hjálmar Hjálmarsson bregður sér í nýtt hlutverk.
„Ég leik persónu sem heitir sjónvarpið . Hann er maðurinn inni í sjónvarpinu,“ segir leikarinn góðkunni Hjálmar Hjálmarsson.

„Ég leik persónu sem heitir sjónvarpið . Hann er maðurinn inni í sjónvarpinu,“ segir leikarinn góðkunni Hjálmar Hjálmarsson.

Hjálmar bregður sér í hlutverk sjónvarps í leikritinu Halla og Kári sem verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu á laugardag. „Ég leik allt sem gerist í sjónvarpinu. Það verður að lifandi persónu og fer að skipta sér af því sem fólk gerir á heimilinu og hafa áhrif á skoðanir þess og langanir. Ég er sápuóperan, fréttatímarnir, viðtalsþættirnir og magasínþættirnir.“

Í sjónvarpi frá '68

Blaðamaður hafði gert sér í hugarlund að Hjálmar yrði klæddur í stóran kassa á sviðinu – jafnvel með sjónvarp á höfðinu. Hjálmar leiðréttir það. „Ég leik inni í risastóru sjónvarpi. Á heima þar,“ segir hann. „Það er því miður ekki hægt að hafa það flatskjá, þá hefði ég þurft að grenna mig mikið. Sjónvarpið lítur einhvern veginn út fyrir að vera frá '68.“

Þegar leikarar undirbúa hlutverk rannsaka þeir oft viðfangsefnið af natni. Spurður hvernig Hjálmar undirbjó sig fyrir sjónvarpshlutverkið stendur ekki á svari. „Ég er bara búinn að horfa á sjónvarp í 40 ár,“ segir hann og hlær. „En þetta er ekki eftirhermupæling þar sem ég stúdera ákveðnar persónur þó ég hugsi um þessa kalla, hvort sem þeir eru Jay Leno, Páll Magnússon eða Logi Bergmann.“

atli@24stundir.is