Líklegur Króatinn Ivano Balic hefur skorað 35 mörk á EM.
Líklegur Króatinn Ivano Balic hefur skorað 35 mörk á EM. — Reuters
TVEIR leikmenn sem nú eru markahæstir í Evrópukeppninni í Noregi hampa ekki markakóngstitlinum þar sem þeir eru á heimleið og leika ekki meira með á EM.

TVEIR leikmenn sem nú eru markahæstir í Evrópukeppninni í Noregi hampa ekki markakóngstitlinum þar sem þeir eru á heimleið og leika ekki meira með á EM. það eru

Ales Pajovic frá Slóveníu, sem hefur skorað 39 mörk og Pólverjinn Karol Bielecki, sem hefur skorað 37 mörk.

Guðjón Valur er einnig á heimleið, en hann er í fimmta sæti á markalistanum með 34 mörk.

Hér fyrir neðan er listi markahæstu manna. Noregur og Svíþjóð eiga eftir að leika einn leik, en Danmörk, Þýskaland, Frakkland og Króatía tvo leiki, þannig að leikmenn frá þessum löndum eru líklegastir til að verða markakóngur EM.

Ales Pajovic, Slóveníu 39

Karol Bielecki, Póllandi 37

Kim Andersson, Svíþjóð 36

Ivano Balic, Króatíu 35

Guðjón Valur Sigurðsson 34

A. Muratovic, Svartfj. 33

Nikola Karabatic, Frakkl. 33

Lasse Boesen, Danmörku 31

Lars Christiansen, Dan. 31

Frode Hagen, Noregi 31

Holger Glandorf, Þýskal. 30

Daniel Narcisse, Frakkl. 29

Snorri Steinn Guðjónsson 28

Juan Garcia, Spáni 28

Feranc Ilyés, Ung. 28

D. Mrvaljevic, Svartfj. 28

László Nagy, Ungverjal. 28