HUGSANLEGT er að yfirvöld á Bretlandi grípi til þess ráðs í baráttunni við offitufaraldurinn að borga fullorðnu fólki fyrir að grennast.

HUGSANLEGT er að yfirvöld á Bretlandi grípi til þess ráðs í baráttunni við offitufaraldurinn að borga fullorðnu fólki fyrir að grennast.

Alan Johnson, heilbrigðisráðherra í bresku ríkisstjórninni, sagði að offitufaraldurinn væri eitt mesta samfélags- og heilbrigðisvandamál okkar tíma. Sagði hann að baráttan væri háð á mörgum vígstöðvum, í skólunum, í fyrirtækjunum og miklu víðar. Liður í því væri að taka upp kennslu í heimilisfræðum í öllum skólum og hvetja sveitarstjórnir til að banna skyndibitastaði nærri skólum.

Hugmyndin um að greiða fólki fyrir að léttast hefur ekki verið útfærð en hún er frá Bandaríkjunum komin og virðist hafa gefist vel.