SAMTÖK áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia (SARE) á Ítalíu standa, í samstarfi við fjölda leikskóla, fyrir skólaþróunardegi í leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði laugardaginn 26. janúar.

SAMTÖK áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia (SARE) á Ítalíu standa, í samstarfi við fjölda leikskóla, fyrir skólaþróunardegi í leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði laugardaginn 26. janúar.

Markmið skólaþróunardagsins er að starfsfólk leikskóla komi saman til að miðla þekkingu sinni og reynslu og læri af og með hvað öðru. Skráðir þátttakendur eru 150 starfsmenn frá um tíu leikskólum sem starfar í anda Reggio Emilia. Starfsfólk leikskólanna er sjálft með allflestar smiðjur og málstofur sem í boði verða.