Cloverfield Myndin fjallar um fimm ungmenni í New York sem berjast fyrir lífi sínu þegar ráðist er á borgina með hryllilegum afleiðingum.
Cloverfield Myndin fjallar um fimm ungmenni í New York sem berjast fyrir lífi sínu þegar ráðist er á borgina með hryllilegum afleiðingum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
EFTIRFARANDI kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum landsins í dag. The Darjeeling Limited Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Wes Anderson sem hefur áður gert myndir eins og Rushmore og Royal Tenenbaums .

EFTIRFARANDI kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum landsins í dag.

The Darjeeling Limited

Þetta er nýjasta mynd leikstjórans Wes Anderson sem hefur áður gert myndir eins og Rushmore og Royal Tenenbaums .

Í Darjeeling Limited segir frá þremur sérkennilegum bandarískum bræðrum sem hafa ekki talast við í langan tíma en ákveða að fara í lestarferð yfir Indland með það í huga að finna sjálfa sig og tengjast hver öðrum – að verða bræður aftur eins og þeir voru. En þessi andlega leit fer aðeins út af sporinu og stranda þeir í miðri eyðimörk með ellefu ferðatöskur og ýmsan óþarfa. Á því augnabliki hefst ný, óskipulögð ferð.

Í aðalhlutverkum eru þeir Owen Wilson, Adrien Brody og Jason Schwartzman. Myndin er sýnd

í Háskólabíói og Regnboganum.

Erlendir dómar

Metacritic 67/100

Premiere 100/100

The New York Times 80/100

Variety 70/100

Cloverfield

Spennutryllirinn Cloverfield verður frumsýndur í Laugarásbíói, Smárabíói, Sam-Kringlunni og Borgarbíói á Akureyri í dag. Í myndinni segir frá fimm ungmennum í New York sem halda kveðjupartí fyrir vin sinn. Þegar skelfileg árás er skyndilega gerð á borgina taka vinirnir til fótanna með stafræna upptökuvél í hendinni og mynda allt sem gerist á flóttanum. Myndin er tekin frá sjónarhorni almenns borgara með myndbandsupptökuvél og sýnir okkur baráttu vinahópsins til að lifa af hryllilegustu atburði lífs síns. Stíll myndarinnar minnir á Blair Witch Project að því leyti að sagan er sögð í gegnum myndavél ungmennanna, og áhorfendur fylgjast með tilraunum þeirra til að lifa af. Myndinni leikstýrir Matt Reeves og framleiðandi er J.J. Abrams á að bakivinsælar þáttaraðir á borð við Lost og Alias . Með aðalhlutverk fara: Michael Stahl-David, Mike Vogel, Odette Yustman, Lizzy Caplan, Jessica Lucas og T.J. Miller.

Erlendir dómar

Metacritic 64/100

Premiere 75/100

The New York Times 30/100

Variety 50/100