Ledger Með leikstjóra Brokeback Mountain, Ang Lee, í Feneyjum.
Ledger Með leikstjóra Brokeback Mountain, Ang Lee, í Feneyjum. — Reuters
ÞAÐ mun að öllum líkindum verða ljóst eftir tíu daga hvað varð ástralska leikaranum Heath Ledger að bana, en niðurstöður krufningar á líkinu þykja ófullnægjandi, að því er kom fram í fréttum í gær.

ÞAÐ mun að öllum líkindum verða ljóst eftir tíu daga hvað varð ástralska leikaranum Heath Ledger að bana, en niðurstöður krufningar á líkinu þykja ófullnægjandi, að því er kom fram í fréttum í gær. Ledger fannst látinn í íbúð sinni í New York þriðjudaginn sl., 28 ára að aldri.

Að sögn lögreglu fundust lyfseðilsskyld lyf í íbúðinni en miklar vangaveltur hafa verið í fjölmiðlum um það hvað varð leikaranum að bana. Aðdáendur Ledger hafa lagt blómvendi og kerti við hliðið að húsinu sem Ledger bjó í, í SoHo-hverfi.

Ýmsar stjörnur í kvikmyndabransanum hafa vottað Ledger virðingu sína, m.a. leikstjórinn Ang Lee sem sagði það mikla gleði að hafa unnið með honum.