<h4>Í kulda og trekki upp Laugaveginn</h4>Það verður óvíða kaldara í borginni en á Laugaveginum &ndash; sérstaklega í norðanáttinni. Þá er um að gera að klæða sig vel eins og þetta einbeitta par gerir og láta kuldann ekki trufla sig á göngunni.

Í kulda og trekki upp Laugaveginn

Það verður óvíða kaldara í borginni en á Laugaveginum – sérstaklega í norðanáttinni. Þá er um að gera að klæða sig vel eins og þetta einbeitta par gerir og láta kuldann ekki trufla sig á göngunni. — Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hvaða fiskafurðir? EKKERT af minni málefnalegu baráttu í heil 27 ár varðandi vöxt og viðgang fiskistofna umhverfis landið svo og lífríkið í heild sinni virðist hafa náð inn úr höfuðskel ráðamanna (landsfeðra) vorra.

Hvaða fiskafurðir?

EKKERT af minni málefnalegu baráttu í heil 27 ár varðandi vöxt og viðgang fiskistofna umhverfis landið svo og lífríkið í heild sinni virðist hafa náð inn úr höfuðskel ráðamanna (landsfeðra) vorra. Það er þjóðhagslega séð mjög brýnt að fara nú að nota þá tækni sem til er nú þegar til að sanna eða afsanna kenningar mínar um skaðsemi eða ekki skaðsemi allra dreginna veiðarfæra annars vegar og kyrrstæðra veiðarfæra hins vegar. Það þýðir ekki beinlínis að fólk hafi einhverjar væntingar um arðsemi þeirra afurða sem nú þegar eru komnar á skrá um hratt dvínandi viðgang samanber þær afleiðingar sem kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar og LÍÚ-manna hefir nú þegar af sér leitt.

Nú þegar liggja inni á hverju einasta hólfi allra þingmanna drög að þingsályktunartillögu sem við félagarnir, Garðar H. Björgvinsson og Guðbjörn Jónsson, sömdum vorið 2003 og Siv Friðleifsdóttir lofaði mér undirrituðum að flytja af skörungsskap og vinna að því að gera að lögum, sem var svikið. Málið er sáraeinfalt. Berum saman aflatölur áranna frá 1947-1963. Tölum nú bara íslensku því nú er framtíð Íslands sem fiskveiðiþjóðar í veði.

Við höfum ekki efni á því að eyðileggja lífríkið á landgrunni Íslands, né selja orku vatnsafls á útsöluverði. Við skulum bara vera hreinskilin og viðurkenna þá staðreynd að pólitík getur leitt annars ágætlega skynsamt fólk í ógöngur sem svo bitna á almenningi í landinu. Lærum það nú að aðeins einn maður hefur fæðst fullkominn á þessari jörð. Því er það umhugsunarefni af hverju Alþingi Íslendinga hefst hverju sinni í Dómkirkjunni. Við vitum öll að loforð í ræðustól á Alþingi ættu að vera heilög orð rétt eins og ég hélt allt frá barns- og unglingsárum að drengskaparloforð væri heilagur gjörningur. Vegna uppeldis míns og uppruna er ég nú gjaldþrota maður í dag.

Okkar gamli og góði Moggi vildi ekki birta frá mér grein varðandi það. Mogginn er jú kurteis og fágaður og verður að fara að ströngustu siðareglum og skil ég það vel.

En að lokum þetta.

Vestmannaeyjar eru í mínum huga hátt skrifaðar ásamt Sandgerði, Grindavík og Hafnarfirði sem burðarásar í íslenskri útgerð. Því særir það mig tilfinningalega að verið sé að framleiða hvern skuttogarann af öðrum fyrir Vestmannaeyjar. Ath. þessir stuttu togarar mega trolla allt upp í kálgarða eða svo nærri landi að kartöflubændur í Þykkvabæ og Miðskersbúinu við Hornafjörð geta lesið nöfn þeirra úr fjörunni. Þetta þýðir á íslensku upp að 3 mílum og nær í skjóli nætur allt eftir samvisku skipstjóranna því engin er landhelgisgæslan.

Garðar H. Björgvinsson,

bátasmiður og foringi

Framtíðar Íslands.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is