Eytt Brennd tré í Amazon.
Eytt Brennd tré í Amazon. — AP
FLATARMÁL Amazon-frumskógarins, sem gjarnan er nefndur lungu heimsins, minnkaði um 3,235 ferkílómetra á síðustu fimm mánuðum 2007, minnkun sem sögð er fordæmislaus fyrir þennan árstíma.

FLATARMÁL Amazon-frumskógarins, sem gjarnan er nefndur lungu heimsins, minnkaði um 3,235 ferkílómetra á síðustu fimm mánuðum 2007, minnkun sem sögð er fordæmislaus fyrir þennan árstíma.

Aðeins eru nokkrir mánuðir liðnir frá því stjórnvöld skýrðu frá góðum árangri í að sporna gegn ágangi á skóglendið og segja embættismenn að hækkandi hrávöruverð eigi sinn þátt í að skógur sé ruddur. Bændur sjái sér nú hag í að ryðja fyrir ræktarlandi til að framleiða sojabaunir, svo dæmi sé tekið.

Amazon-frumskógurinn gegnir mikilvægu hlutverki í að binda koldíoxíð úr andrúmsloftinu og hefur komið til tals hér á Íslandi að kaupa svæði í honum til friðunar, sem skref í átt til kolefnisjöfnunar. Þá er lífríkið á Amazaon einstætt að fjölbreytni.

Eyðingin í desember nam 948 ferkílómetrum, eða um hundraðshluta af flatarmáli Íslands.

Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, sótti neyðarfund í gær til að ræða leiðir til að bregðast við eyðingunni en ofangreindar tölur eru sagðar neyðarlegar fyrir ríkisstjórn hans.