Foreldrafélög allra fjögurra leikskólanna á Akranesi hafa sent bæjarfulltrúum bréf þar sem lýst er óánægju með hækkun leikskólagjalda um 5 prósent.

Foreldrafélög allra fjögurra leikskólanna á Akranesi hafa sent bæjarfulltrúum bréf þar sem lýst er óánægju með hækkun leikskólagjalda um 5 prósent.

Bent er á að dagvistunargjöld leikskóla Akraness séu umtalsvert hærri en gengur og gerist í nágrannasveitarfélögum. Foreldrar með eitt barn á Akranesi greiða 55 til 93 þúsund krónum meira á ári fyrir 8 klukkustundir með fullu fæði. Fyrir 9,5 klukkustundir getur munað allt að 103 þúsundum króna á ári.