Tríó Artis heldur í fjórða skipti sína árlegu nýárstónleika í Mosfellskirkju, Mosfellsdal, kl. 17-18 sunnudaginn 27. janúar.

Tríó Artis heldur í fjórða skipti sína árlegu nýárstónleika í Mosfellskirkju, Mosfellsdal, kl. 17-18 sunnudaginn 27. janúar. Líkt og undanfarin ár mun tríóið, skipað þeim Kristjönu Helgadóttur flautuleikara, Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleikara og Þórarni Má Baldurssyni víóluleikara, flytja tríósónötu Claude Debussy. Á tónleikunum mun tríóið einnig flytja tónlist eftir J.S. Bach, Germaine Taillefere og Atla Heimi Sveinsson.