— Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Það er sjaldan að stórlúða fáist í þorskanet og það gerðist þó á netabátnum Ólafi Bjarnarsyni SH frá Ólafsvík í lok síðustu viku. Voru skipverjar að draga netin á Keldunni er þessi 80 kíló flyðra kom í netin hjá þeim.
Það er sjaldan að stórlúða fáist í þorskanet og það gerðist þó á netabátnum Ólafi Bjarnarsyni SH frá Ólafsvík í lok síðustu viku. Voru skipverjar að draga netin á Keldunni er þessi 80 kíló flyðra kom í netin hjá þeim. Að sögn kunnugra sjómanna er sjaldgæft að flyðra fáist í net og ef það gerist er það helst að lúðan lendi í netabrjóstum og flækist í þeim. Þeir Mímir Brynjarsson og Gunnþór Ingvason eru ánægðir með fenginn.