Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
STEINGRÍMUR J. Sigfússon hefur verið valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins. Steingrímur er jafnframt fyrsti karlmaðurinn til að sinna formennsku í nefndinni.

STEINGRÍMUR J. Sigfússon hefur verið valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins. Steingrímur er jafnframt fyrsti karlmaðurinn til að sinna formennsku í nefndinni.

Í fréttatilkynningu segir:

Nefndin er yngsta nefndin á Evrópuráðsþinginu og var stofnuð árið 1998. Jafnréttisnefndin fjallar um jafnréttismál í víðum skilningi, kvenréttindi og baráttuna gegn ofbeldi gegn konum. Hún berst fyrir aukinni þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins. Á síðustu tveimur árum hefur nefndin beitt sér mikið í málefnum sem lúta að mansali og vændi.

Evrópuráðsþingið heldur vikulanga þingfundi fjórum sinnum á ári. Málefnanefndir þingsins eru alls tíu og halda flestar fundi 4-8 sinnum á ári utan þingfunda. Fimm flokkshópar þingsins skipta með sér formennsku í nefndum þingsins samkvæmt samkomulagi sem þeir gera með sér. Val á þingmönnum til að sinna þingmennsku fyrir flokkshópanna fer síðan fram innan þeirra eigin raða. Auk Steingríms skipa Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins þau Guðfinna S. Bjarnadóttir og Ellert B. Schram.