Á þessum degi árið 1924 voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir í þorpinu Chamonix í Frakklandi. Þátttakendur voru 258, 247 karlmenn og 11 konur, frá 16 þjóðlöndum og keppt var í átján greinum. Opnunarathöfnin fór fram að viðstöddum 5000 áhorfendum.

Á þessum degi árið 1924 voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir í þorpinu Chamonix í Frakklandi. Þátttakendur voru 258, 247 karlmenn og 11 konur, frá 16 þjóðlöndum og keppt var í átján greinum.

Opnunarathöfnin fór fram að viðstöddum 5000 áhorfendum. Fremstu skautamenn Bandaríkjanna, Kanada, Noregs og Finnlands léku listir sínar meðan hljómsveit lék þjóðsöngva þátttökuþjóðanna.

Finnland og Noregur hrepptu flest verðlaun á leikunum, fengu 28 verðlaunapeninga af 43.

Einn atburður á leikunum varð síðar meir sögufrægur. Norsk-ameríski skíðastökkvarinn Anders Haugen, fyrirliði bandaríska ólympíuliðsins, varð fjórði í sinni grein og fékk því ekki verðlaun. Fimmtíu árum síðar voru honum afhent bronsverðlaunin þegar uppvíst hafði orðið um reikningsvillu sem hafði kostað hann þriðja sætið.