„ Hættið við !“ Ungir liðsmenn stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn mótmæla á áhorfendapöllunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
„ Hættið við !“ Ungir liðsmenn stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn mótmæla á áhorfendapöllunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. — Árvakur/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
UNGLIÐAHREYFINGAR Samfylkingar, VG, Framsóknarflokks og stuðningsmanna Margrétar Sverrisdóttur í Reykjavík efndu til háværra mótmæla á áhorfendapöllum Ráðhússins í gær vegna valdatöku nýja meirihlutans.

UNGLIÐAHREYFINGAR Samfylkingar, VG, Framsóknarflokks og stuðningsmanna Margrétar Sverrisdóttur í Reykjavík efndu til háværra mótmæla á áhorfendapöllum Ráðhússins í gær vegna valdatöku nýja meirihlutans. Greip forseti borgarstjórnar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, loks til þess ráðs að gera fundarhlé og skömmu síðar hurfu mótmælendur á brott.

Ólafur F. Magnússon var kjörinn borgarstjóri og tók hann síðan við lyklavöldum úr hendi Dags Eggertssonar. Hrósaði Ólafur Degi fyrir frammistöðuna í embættinu. Kosið var í ráð og nefndir. Kjartan Magnússon verður stjórnarformaður Orkuveitunnar. | 4 og miðopna.