Slavoj Zizek
Slavoj Zizek
SLÓVENSKI heimspekingurinn Slavoj Zizek heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands á morgun. Zizek hefur vakið mikla athygli um allan heim á síðustu áratugum fyrir frjóa, líflega og vægðarlausa greiningu á samfélagi og menningu.

SLÓVENSKI heimspekingurinn Slavoj Zizek heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands á morgun.

Zizek hefur vakið mikla athygli um allan heim á síðustu áratugum fyrir frjóa, líflega og vægðarlausa greiningu á samfélagi og menningu. Fyrirlesturinn, sem verður fluttur á ensku, nefnist „Embedded in ideology“. Hann hefst kl. 13.30 og er í sal HT-102 (Auditorium 1) á Háskólatorgi.

Að fyrirlestrinum loknum mun Zizek árita Órapláguna , nýútkomna þýðingu á bók sinni í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins, í Bóksölu stúdenta.