Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
LJÓSBERI ársins 2007 var valinn síðastliðinn þriðjudag. Þetta er í sjötta sinn sem valinn er ljósberi. Það var Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talsmaður Stígamóta, sem varð fyrir valinu.

LJÓSBERI ársins 2007 var valinn síðastliðinn þriðjudag. Þetta er í sjötta sinn sem valinn er ljósberi. Það var Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talsmaður Stígamóta, sem varð fyrir valinu.

Í fréttatilkynningu segir að verðlaunin séu veitt fyrir áralanga ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót. Þátttaka hennar í alþjóðlegu samstarfi margra baráttuhópa sem berjast gegn kynbundnu ofbeldi hafi vakið óskipta athygli og hún sýnt óskoraða forystu fyrir Íslands hönd.

Í samstarfshópnum eru starfsmenn frá Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða, SAMFOK, Vinnuskóla Reykjavíkur, Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íþrótta- og tómstundasviði Reykjavíkurborgar, neyðarmóttöku Landspítalans, Landlæknisembættinu og Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.