Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi banka, fyrir tæpa tvo milljarða. Mesta hækkunin var á bréfum í Atlantic Petrole, en þau hækkuðu um 11,24%. Bréf í Sparisjóði Reykjavíkur og FL Group hækkuðu um rúm 8%.

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi banka, fyrir tæpa tvo milljarða.

Mesta hækkunin var á bréfum í Atlantic Petrole, en þau hækkuðu um 11,24%. Bréf í Sparisjóði Reykjavíkur og FL Group hækkuðu um rúm 8%.

Engin fyrirtæki lækkuðu í kauphöllinni í gær.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,97% og var í 5200,69 stigum í lok dags.

Íslenska krónan styrktist um 1,3% í gær.

Samnorræna OMX vísitalan veiktist um 0,62% í gær. Breska FTSE-vísitalan styrktist um 4,8%, og þýska DAX-vísitalan um 5,9%.