Blásið verður til japanskrar hátíðar í Háskóla Íslands laugardaginn 26. janúar kl. 13-17.

Blásið verður til japanskrar hátíðar í Háskóla Íslands laugardaginn 26. janúar kl. 13-17.

Meðal annars verður boðið upp á tesiðaathöfn með Urasenke-tesiðameistara frá Japan, japanskar bardagalistir (júdó, karate og aikido) verða sýndar á sviði auk spurningakeppni.

Gestir geta fengið að bragða á japanskri matseld, fengið nafnið sitt skrifað með japönsku letri og lært japansk pappírsbrot.

Í öðrum básum verður hægt að fræðast um ýmsa þætti japanskrar menningar.

Sendiráð Japans og japönsk fræði við Háskóla Íslands standa að hátíðinni.

Hátíðin fer fram í hátíðarsal Háskólans og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir.