Látíð í bæ Tónleikar Fjöldi tónlistarmanna stendur fyrir mikilli tónlistarveislu undir yfirskriftinni Látíð í bæ á Sirkus við Klapparstíg alla helgina.

Látíð í bæ

Tónleikar Fjöldi tónlistarmanna stendur fyrir mikilli tónlistarveislu undir yfirskriftinni Látíð í bæ á Sirkus við Klapparstíg alla helgina. Með því vilja þeir mótmæla niðurrifi húsa í miðbænum og hvetja þess í stað til viðhalds þeirra og verndunar. Meðal þeirra sem taka þátt í hátíðinni eru hljómsveitirnar Hjálmar, Sigur Rós, Singapore Sling, Jagúar og Múm.

Hörður Torfa og Laxness

Tónleikar Boðið verður upp á dagskrá sem tengist verkum Halldórs Laxness á Gljúfrasteini á næstu mánuðum. Söngvaskáldið Hörður Torfason ríður á vaðið sunnudaginn 27. janúar og flytur ljóð skáldsins á sinn hátt en hann hefur samið lög við nokkur þeirra.

Sólarkaffi Ísfirðinga

Sólarkaffi Ísfirðingar fagna sólarkomunni með árlegu Sólarkaffi á Broadway föstudaginn 25. janúar. Meðal þeirra sem fram koma eru Bergþór Pálsson, ísfirska hljómsveitin Appolo og ræðumaður kvöldsins, Einar Hreinsson.

Húsið verður opnað kl. 19:30 og hefst dagskráin klukkustund síðar.