Randy Lerner, eigandi Aston Villa.
Randy Lerner, eigandi Aston Villa.
EITT besta einkasafn vídeóverka sem til er í Bandaríkjunum, safn Donnu og Howard Stone, var fært listasafninu Art Institute of Chicago að gjöf í gær. Verkin eru 20 og eftir marga fremstu myndlistarmenn heims á þessu sviði, m.a.

EITT besta einkasafn vídeóverka sem til er í Bandaríkjunum, safn Donnu og Howard Stone, var fært listasafninu Art Institute of Chicago að gjöf í gær. Verkin eru 20 og eftir marga fremstu myndlistarmenn heims á þessu sviði, m.a. Doug Aitken, Pierre Huyghe, Issac Julien, Shirin Neshat og Anri Sala.

Enn af gjafmildi bandarískra listunnenda. Milljarðamæringurinn Randy Lerner styrkti portrettsafnið í Lundúnum, National Portrait Gallery, um hvorki meira né minna en 9,75 milljónir dala, en það mun vera hæsta peningagjöf sem safnið hefur fengið til þessa. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á verkum og rannsókna. Í þakklætisskyni verða jarðhæðir safnsins, sem stendur nærri Trafalgar-torgi, nefndar eftir Lerner. Hann keypti knattspyrnufélagið Aston Villa árið 2006.