ÖKUMENN tveggja bifreiða sluppu með skrekkinn í tveimur aðskildum umferðarslysum sem áttu sér stað í Borgarfirði síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi skemmdust bílarnir mikið, og talið er að rekja megi slysin til hálku.

ÖKUMENN tveggja bifreiða sluppu með skrekkinn í tveimur aðskildum umferðarslysum sem áttu sér stað í Borgarfirði síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi skemmdust bílarnir mikið, og talið er að rekja megi slysin til hálku.

Annað slysið varð á Vesturlandsvegi, við Skipanes, þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Síðara slysið varð við Vogatungu í Leirmelasveit, og fór bifreiðin eina veltu áður en hún hafnaði fyrir utan veginn.