Hátíð Nemendur í japönskum fræðum undirbúa hátíð.
Hátíð Nemendur í japönskum fræðum undirbúa hátíð.
SENDIRÁÐ Japans og japönsk fræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands standa að Japanshátíð laugardaginn 26. janúar milli kl. 13 og 17 í hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

SENDIRÁÐ Japans og japönsk fræði við hugvísindadeild Háskóla Íslands standa að Japanshátíð laugardaginn 26. janúar milli kl. 13 og 17 í hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Að undirbúningi hátíðarinnar standa fyrsta og annars árs nemar í japönskum fræðum við háskólann, auk Japana sem búsettir eru hérlendis. Gestum er boðið að upplifa japanska menningu af ýmsum toga. Meðal stærri viðburða er teathöfn með Urasenke-tesiðameistara frá Japan, japanskar bardagalistir sýndar á sviði (júdó, karate og aikido) og spurningakeppni verður haldin. Einnig geta gestir bragðað á japönskum mat í sérstökum matarbás, fengið nafn sitt skrifað með japönsku letri og heimsótt origami-básinn þar sem japanskt pappírsbrot verður kennt. Nemar í japönskum fræðum munu sjá um kynningar og fræða gesti um ýmsa þætti japanskrar menningar, svo sem hryllingssögur, japanska rapp-tónlist, ninja-menningu, sumo og fleira. Að auki verða kennd japönsku borðspilin igo og shogi, gestir geta prufað karaoke og svo verður ljósmyndasýning með ýmsum svipmyndum frá Japan.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.