ALÞINGI samþykkti í gær beiðni þingmanna VG um að utanríkisráðherra geri skýrslu um skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum.
ALÞINGI samþykkti í gær beiðni þingmanna VG um að utanríkisráðherra geri skýrslu um skuldbindingar íslenskra sveitarfélaga í EES-samningnum. Markmið með beiðninni er að fá yfirlit yfir stöðu sveitarfélaganna gagnvart samningnum og kostnað þeirra við að standa undir skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist með aðildinni að EES.