STJÓRNVÖLD í Brasilíu hyggjast dreifa 19,5 milljónum smokka um allt land í aðdraganda kjötkveðjuhátíðarinnar í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma.
STJÓRNVÖLD í Brasilíu hyggjast dreifa 19,5 milljónum smokka um allt land í aðdraganda kjötkveðjuhátíðarinnar í því skyni að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma. Þetta mun vera tvöfalt meira magn en dreift var í fyrra, en íbúar landsins eru 190 milljónir.