Ljúft líf Slakað á við Gainesville á Flórída.
Ljúft líf Slakað á við Gainesville á Flórída.
FLÓRÍDA hefur löngum verið vinsæll dvalarstaður Bandaríkjamanna, sem hafa flykkst til „sólskinsríkisins“ til að njóta veðurblíðunnar.

FLÓRÍDA hefur löngum verið vinsæll dvalarstaður Bandaríkjamanna, sem hafa flykkst til „sólskinsríkisins“ til að njóta veðurblíðunnar. Nú er hins vegar að verða breyting þar á, nýjar tölur fyrir árið 2007 sýna að fjöldi aðfluttra umfram brottflutta var aðeins 35,301, miðað við 268,347 árið 2005. Var árið 2007 aðeins annað árið síðan 1990, þegar byrjað var að taka saman slíkar tölur, sem þetta hlutfall fór undir 50.000.

Flórída er nú fjórða stærsta ríki Bandaríkjanna með um 18,1 milljón íbúa og hefur fólksfjölgunin verið frá 20-80% síðustu áratugi.

Sérfræðingar kenna nokkrum þáttum um. Kreppan á húsnæðismarkaði og sprungin fasteignabóla eru sögð vega þungt, sem og tíðni fellibylja, hækkandi tryggingagjöld, eignaskattar og vaxandi atvinnuleysi. Sumarleyfisstaðurinn Cape Coral, eða Kóralhöfði, þykir gott dæmi en þar er nú fjöldi óseldra íbúða og lóða. Fasteignaverð fer lækkandi og atvinnuleysi á Fort Myers-svæðinu farið í 5,4%.