Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson hafði ætíð mikið yndi af börnum og tók þeim opnum örmum þegar þau vildu fá að skoða eða leika sér í stóru höggmyndum hans og enn þann dag í dag sækjast börn eftir því að heimsækja Ásmundarsafn og klifra í verkum garðsins...

Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson hafði ætíð mikið yndi af börnum og tók þeim opnum örmum þegar þau vildu fá að skoða eða leika sér í stóru höggmyndum hans og enn þann dag í dag sækjast börn eftir því að heimsækja Ásmundarsafn og klifra í verkum garðsins í kringum safnið.

Þess vegna efnir safnið til listasmiðju á sunnudaginn milli klukkan 13 og 16 með það að markmiði að fá börn og fullorðna til að vinna saman. Byrjað verður á stuttri yfirferð um sýninguna en að því loknu er sest niður í vinnustofu með leir og viðeigandi verkfæri til að móta leirinn undir áhrifum frá Ásmundi.

Þjóðsögur og daglegt líf

Í sínum kunnustu verkum leitaði Ásmundur fanga í þjóðsögum og daglegu lífi alþýðufólks og náði þannig að brúa bilið á milli listarinnar og hins viðtekna í lífi þjóðarinnar.

Umsjón með listsmiðjunni hefur Sigríður Ólafsdóttir myndlistarmaður. Listasmiðjan er öllum opin og líkt og í öðrum húsum Listasafns Reykjavíkur er aðgangur ókeypis alla daga.