STYRKUR sem hreyfihamlaðir fá til bílakaupa dugir skammt, sagði Dýrleif Skjóldal, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í gær og óskaði svara frá heilbrigðisráðherra um hvort til stæði að breyta þeirri fjárhæð til samræmis við raunverulegan kostnað við...

STYRKUR sem hreyfihamlaðir fá til bílakaupa dugir skammt, sagði Dýrleif Skjóldal, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í gær og óskaði svara frá heilbrigðisráðherra um hvort til stæði að breyta þeirri fjárhæð til samræmis við raunverulegan kostnað við endurnýjun á bifreiðum. Dýrleif sagði styrkinn áður hafa verið veittan á fjögurra ára fresti en nú á 5 ára fresti og hljóða upp á eina milljón króna.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sagði mikilvægt að hreyfihamlaðir kæmust milli staða og bætti við að þessi mál væru í sífelldri skoðun. Endanlegt svar lægi hins vegar ekki fyrir núna.