AIR FORCE ONE <strong>(Stöð 2 kl.</strong><strong> 22.45</strong><strong>)</strong> Hryðjuverkamenn ná flugvél Bandaríkjaforseta á sitt vald en karlinn lætur sig ekki &ndash; enda leikinn af Harrison Ford. ***
AIR FORCE ONE (Stöð 2 kl. 22.45) Hryðjuverkamenn ná flugvél Bandaríkjaforseta á sitt vald en karlinn lætur sig ekki – enda leikinn af Harrison Ford. ***
MATRIX 2 (Sjónvarpið kl. 22.50) Wachowski-bræður virðast vart vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, svo virðist sem þeir hafi þvert á móti ekki verið búnir að hugsa fyrir að efnið nægði í tvær myndir til viðbótar. Þúsundasta sýning.

MATRIX 2

(Sjónvarpið kl. 22.50)

Wachowski-bræður virðast vart vita í hvorn fótinn þeir eiga að stíga, svo virðist sem þeir hafi þvert á móti ekki verið búnir að hugsa fyrir að efnið nægði í tvær myndir til viðbótar. Þúsundasta sýning. ***

BLACKBALL

(Stöð 2 kl. 21.10)

Fjallar um nýjasta æðið í íþróttaheiminum, svartbolta, og Starkey, svarta sauðinn í svartboltaheiminum. Svar Breta við íþróttaháðsádeilunni Dodgeball en kemst ekki með gómana þar sem sú bandaríska hefur götin. **

JUST MY LUCK

(Stöð 2 Bíó kl. 18.00)

Lukkunnar pamfíll (Lohan) lendir í tygjum við hrakfallabálk. Vönduð á ytra borðinu en útkoman miðlungsmynd fyrir þröngan hóp ungra stúlkna sem láta sér nægja að lifa í draumheimum. Allt of margir brandaranna álpast yfir velsæmismörkin. **

DRAGONHEART

(Stöð 2 kl. 00.50 )

Gamaldags sverða- og særingamynd um knáan miðaldariddara (Quaid) sem gerist vinur og bandamaður síðasta drekans á Bretlandseyjum. Saman frelsa þeir landa sína undan harðræði. Drekinn er dável teiknaður og felldur inn í myndina og raddsettur af Sean Connery. ***

ELEKTRA

(Stöð 2 Bíó kl. 20.00)

Ekki við Garner að sakast að myndin nær ekki slarkfæru meðallagi, það er handritið sem bregst, óskýrt, óspennandi og tilþrifalítið. Brellurnar eru magnaðar, en að flestu öðru leyti lítið annað en tímasóun. **

EULOGY

(Stöð 2 Bíó kl. 22.00)

Kirkjugarðsspaug með fjölda góðra leikara í vandræðum með álappalegar setningar. *

Sæbjörn Valdimarsson

Höf.: Sæbjörn Valdimarsson