Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að sú ákvörðun franskra yfirvalda að meina franskri lesbíu að ættleiða barn vegna kynhneigðar hennar hafi verið ólögmæt.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að sú ákvörðun franskra yfirvalda að meina franskri lesbíu að ættleiða barn vegna kynhneigðar hennar hafi verið ólögmæt. Konan sem um ræðir er kennslukona og sótti hún um að fá að ættleiða barn árið 1998 með sambýliskonu sinni sem er sálfræðingur. Þær höfðu þá búið saman í átta ár. Fyrir sex árum úrskurðaði dómstóllinn að frönsk yfirvöld hefðu ekki brotið gegn lögum um mannréttindi þegar þau meinuðu samkynhneigðum karlmanni að ættleiða barn.