Nýleg könnun sem var gerð á meðal notenda Facebook í Bretlandi hefur sýnt fram á að fimmti hver meðal ungs fólks í Bretlandi fór upp í bíl með ökumanni, þrátt fyrir grun eða vitneskju um að ökumaðurinn væri ölvaður.

Nýleg könnun sem var gerð á meðal notenda Facebook í Bretlandi hefur sýnt fram á að fimmti hver meðal ungs fólks í Bretlandi fór upp í bíl með ökumanni, þrátt fyrir grun eða vitneskju um að ökumaðurinn væri ölvaður.

Þannig virðist skynsemin hafa vikið hjá 17% þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára en 8% þeirra sem eru 25-49 ára hafa gert sömu mistök. Ennfremur kemur fram að ungmenni hafi líka verið í hættu þar sem einn af hverjum átta á aldrinum 13-17 ára hafði tekið sér far með ökumanni sem grunaður var um ölvun.

Rússnesk rúlletta

Sheila Rainger hjá RAC Foundation (Royal Automobile Club), sem er einskonar FÍB breskra ökumanna, segir að það sé beinlínis stuðandi að 20% ungs fólks skuli taka svona mikla áhættu með líf sitt og að það sé ekkert annað en að spila rússneska rúllettu að fara í bíl með drukknum bílstjóra.

Samtökin kalla eftir auglýsingaherferð þar sem augljóst sé að það sé ekki lengur talið fullkomlega óviðunandi að aka drukkinn, en slys af völdum ölvaðra ökumanna eru mjög algeng í Bretlandi sem og á Norðurlöndunum og hafa verið mikið í fjölmiðlum hin síðustu ár þar sem þau eru næstum alltaf alvarleg.

Þá eru ungar konur í sérstökum áhættuhópi en 85% þeirra kvenna sem tóku áhættuna á því að fara sína hinstu ferð voru í yngri aldurshópunum.