Geir Þorsteinsson
Geir Þorsteinsson
„HÉR eru allir brosandi og ánægðir, enda má segja að loksins ríki friður í knattspyrnuhreyfingunni í Evrópu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Morgunblaðið í gær en þá var hann nýkominn af ársþingi UEFA í Zagreb.
„HÉR eru allir brosandi og ánægðir, enda má segja að loksins ríki friður í knattspyrnuhreyfingunni í Evrópu,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Morgunblaðið í gær en þá var hann nýkominn af ársþingi UEFA í Zagreb. Þar var staðfest samkomulag milli UEFA og hinna svokölluðu G14-samtaka öflugustu knattspyrnufélaga álfunnar, en deilur á milli þessara aðila hafa staðið árum saman. Ný samtök félagsliða í Evrópu, með aðild félaga frá öllum 53 aðildarlöndum UEFA, leysa G14 af hólmi. UEFA hefur samþykkt að greiða 4.000 evrur til félagsliðs fyrir hvern þann dag sem leikmaður þess er fjarverandi vegna úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. „Leikmenn, félög, deildir – nú er UEFA ekki lengur einangrað í fílabeinsturni. Evrópskur fótbolti er nú sameinaður og talar einu máli, og í fyrsta skipti heyra aðrar stofnanir í Evrópu til okkar, og hlusta,“ sagði Michel Platini, forseti UEFA, á þinginu.