— Morgunblaðið/Ásdís
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Öskupokagerð Það hefur vissulega dregið úr vægi öskupokanna á öskudeginum hin síðari ár, en þetta er engu að síður skemmtilegur séríslenskur siður sem alls ekki ætti að leggja af.

Öskupokagerð

Það hefur vissulega dregið úr vægi öskupokanna á öskudeginum hin síðari ár, en þetta er engu að síður skemmtilegur séríslenskur siður sem alls ekki ætti að leggja af. Hvernig væri því að taka krakkana með í Gerðuberg á laugardag og búa til nokkra öskupoka? Það er Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Gerðuberg sem býður til öskupokagerðarinnar og því um að gera að sauma nokkra skrautlega poka til að hengja á þá sem á vegi manns verða.

Leikhúsmaraþon í miðbænum

Það finnst líklega flestum að þeir mættu gera meira af því að fara í leikhús. Á laugardaginn gefst tækifæri til að taka þátt í sannkölluðu leikhúsmaraþoni, en þá ætlar Þjóðleikhúsið að kynna verkin sem sýnd verða á Smíðaverkstæðinu í vetur. Hefst dagskráin kl. 14 með sýningu á Vígaguðinum, um 19.30 verður síðan leikritið Sá ljóti kynnt í anddyri Smíðaverkstæðisins og kl. 20 verður hrollvekjandi ástarsagan Kona áður sýnd.