Uppbygging Hús við Laugaveg 4 og 6 verða uppbyggð samkvæmt sögulegum stíl Laugavegar.
Uppbygging Hús við Laugaveg 4 og 6 verða uppbyggð samkvæmt sögulegum stíl Laugavegar. — Árvakur/Kristinn
BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær kaupsamning um fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1 A og er umsamið kaupverð Reykjavíkurborgar 580 milljónir króna. Tillaga borgarstjóra var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2.

BORGARRÁÐ staðfesti á fundi sínum í gær kaupsamning um fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1 A og er umsamið kaupverð Reykjavíkurborgar 580 milljónir króna.

Tillaga borgarstjóra var samþykkt með 4 atkvæðum gegn 2. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá en í bókun hans kom meðal annars fram að vafi léki á um að fjárhagslegir hagsmunir borgarbúa hefðu að fullu verið tryggðir. Hins vegar fagnaði hann því að húsin við Laugaveg 4 og 6 myndu standa.

Í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar kom fram að kaupin stefndu uppbyggingaráformum í miðbænum í óefni, því ofurverð skapaði nýtt markaðsverð og ljóst væri að Reykjavíkurborg ætlaði að reiða fram allt að einum milljarði til uppkaupa og endurbyggingar á reitnum.

Fulltrúi Framsóknarflokks sagði að kaupin hefðu sett allt deiliskipulag Laugavegar í uppnám.

Í bókun meirihlutans kom fram að peningunum væri vel varið og borgarbúar myndu njóta góðs af ákvörðuninni um langa framtíð.