Sala á visthæfum bílum jókst um 49% í Svíþjóð á nýliðnu ári. Aðallega vegna fjárhagslegra ívilnana sem ríkisstjórnin hefur heitið, að sögn sænskra umhverfisverndarsamtaka. Alls voru 55.000 nýir „grænir bílar“ skráðir í Svíþjóð árið 2007.

Sala á visthæfum bílum jókst um 49% í Svíþjóð á nýliðnu ári. Aðallega vegna fjárhagslegra ívilnana sem ríkisstjórnin hefur heitið, að sögn sænskra umhverfisverndarsamtaka.

Alls voru 55.000 nýir „grænir bílar“ skráðir í Svíþjóð árið 2007. Það jafngildir 18% af seldum nýjum bílum í landinu síðastliðið ár.

Ríkisstjórn mið- og hægriflokka bauð frá og með apríl í fyrra kaupendum nýrra visthæfra bíla 10.000 sænskra króna, um 100 þúsund íslenskra, veldu þeir bíla sem losuðu lítið af gróðurhúsalofti, notuðu lífrænt eldsneyti eða tvinnbíla.

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra sagði í sænska þinginu í síðustu viku að hvergi í heiminum væri jafnmikil gróska í sölu visthæfrabíla og í Svíþjóð.