Metafkoma Hagnaður Shell er sá mesti hjá bresku félagi á einu ári.
Metafkoma Hagnaður Shell er sá mesti hjá bresku félagi á einu ári.
HAGNAÐUR Royal Dutch Shell, stærsta olíufélags Evrópu, jókst um 60% á fjórða ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 8,47 milljörðum dala, 552 milljörðum króna, samanborið við 5,28 milljarða dala á sama tímabili í 2006.

HAGNAÐUR Royal Dutch Shell, stærsta olíufélags Evrópu, jókst um 60% á fjórða ársfjórðungi. Nam hagnaðurinn 8,47 milljörðum dala, 552 milljörðum króna, samanborið við 5,28 milljarða dala á sama tímabili í 2006. Er þetta methagnaður hjá Shell í dollurum talið og mesti hagnaður hjá bresku stórfyrirtæki á einu ári.

Er það síhækkandi olíuverð sem helst skýrir þennan góða árangur hjá félaginu en verðið á olíufatinu fór allt upp í hundrað Bandaríkjadali á síðasta ári.

Tekjur Shell námu 107 milljörðum dala, um 7.000 milljörðum króna, samanborið við 75,5 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi 2006.

Hlutabréf Shell lækkuðu um 1,3% í Kauphöllinni í Amsterdam í morgun enda höfðu greiningardeildir gert ráð fyrir enn betri afkomu hjá félaginu.