KÖGUN, ásamt dótturfélögunum Skýrr, EJS og Eskli, skilaði 645 milljóna króna hagnaði á árinu 2007, samanborið við 1,2 milljarða tap árið áður. Munaði þar mestu um nær milljarðstap ársins 2006 vegna aflagðrar starfsemi.

KÖGUN, ásamt dótturfélögunum Skýrr, EJS og Eskli, skilaði 645 milljóna króna hagnaði á árinu 2007, samanborið við 1,2 milljarða tap árið áður. Munaði þar mestu um nær milljarðstap ársins 2006 vegna aflagðrar starfsemi. EBITDA jókst um 24% milli ára og var nú 1.080 milljónir, en hagnaður fyrir skatta nam 837 milljónum. Rekstrartekjur jukust einnig um 24% og voru nú 9.058 milljónir. Þá jókst framlegð um 438 milljónir, eða 25%, frá árinu 2006, sem er nokkuð umfram væntingar.

Eigið fé nam 3,1 milljón króna við árslok, um 18% af heildareignum.

Breytingar hafa orðið hjá Kögun á síðasta ári. M.a. sameinuðust Verk- og kerfisfræðistofan og Kögurnes Kögun, og Skýrr sameinaðist Teymi, en Kögun er nú hluti af samstæðu Teymis. Í tilkynningu segir að stjórnendur séu ánægðir með uppgjörið og verkefnastaða allra félaga sé góð.