Stórinnkaup Frá vinstri: Ragnar Sigþórsson, Þorsteinn Þorgeirsson, Björn Ragnarsson, Heiðar Sveinsson og Guðlaugur Andri Sigfússon kátir við undirritun samningsins.
Stórinnkaup Frá vinstri: Ragnar Sigþórsson, Þorsteinn Þorgeirsson, Björn Ragnarsson, Heiðar Sveinsson og Guðlaugur Andri Sigfússon kátir við undirritun samningsins.
Bílaleigan ALP, sem er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi, hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæplega 2 milljarða króna.

Bílaleigan ALP, sem er umboðsaðili AVIS og BUDGET á Íslandi, hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæplega 2 milljarða króna. Eru þetta mestu bílakaup sem einn aðili hefur ráðist í á Íslandi. ALP kaupir 440 nýja bíla frá B&L af gerðunum Hyundai, Renault og Land Rover en fyrr í mánuðinum var gengið frá samningi við Ingvar Helgason um kaup á 460 nýjum bílum af gerðunum Nissan, Subaru og Opel. Fyrstu bílarnir verða afhentir ALP í apríl en búið verður að afhenda alla 900 bílana um miðjan júnímánuð.

Heiðar J. Sveinsson, forstöðumaður sölusviðs B&L, og Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri ALP, handsöluðu kaupin sem að sögn Heiðars eru þau stærstu í sögu B&L.