Indverskar kvikmyndir hafa verið bannaðar í Pakistan síðan stríð geisaði á milli ríkjanna tveggja árið 1965. Nú stendur til að aflétta banninu.

Indverskar kvikmyndir hafa verið bannaðar í Pakistan síðan stríð geisaði á milli ríkjanna tveggja árið 1965. Nú stendur til að aflétta banninu.

Kvikmyndhúsaeigendur fagna því að geta tekið hinar vinsælu Bollywood-myndir til sýninga, en pakistönskum kvikmyndagerðarmönnum líst illa á samkeppnina.

„Við munum leyfa innflutning á indverskum kvikmyndum í eitt ár. Eftir það tímabil verður hægt að endurskoða reglurnar,“ segir þingmaðurinn Zafar Iqbal Chaudhry. aij