Mosfellskirkja
Mosfellskirkja
TRÍÓ Artis heldur árlega nýárstónleika í Mosfellskirkju kl. 17 á morgun – þeir áttu að vera um síðustu helgi en féllu niður vegna óveðurs.
TRÍÓ Artis heldur árlega nýárstónleika í Mosfellskirkju kl. 17 á morgun – þeir áttu að vera um síðustu helgi en féllu niður vegna óveðurs. Líkt og undanfarin ár leikur tríóið, skipað Kristjönu Helgadóttur flautuleikara, Gunnhildi Einarsdóttur hörpuleikara og Þórarni Má Baldurssyni víóluleikara, tríósónötu Claudes Debussys. Sónatan þykir jafn margslungin og hún þykir falleg. Tríói Artis finnst því nauðsynlegt að flytja hana minnst einu sinni á ári og helst í janúar þegar þörfin fyrir hlýja og litríka tóna er mest. Tríóið leikur einnig verk eftir Bach og fleiri.