BÆJARRÁÐ Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að ítreka óskir um svör við spurningum sem sendar voru stjórnarformanni og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur 19. desember síðastliðinn.

BÆJARRÁÐ Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að ítreka óskir um svör við spurningum sem sendar voru stjórnarformanni og forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur 19. desember síðastliðinn.

Á fundinum var bæjarstjóra falið að leita eftir svörum við áður sendum spurningum um til dæmis stjórnsýsluúttektina á OR, gildi hennar og greiðslu kostnaðar.

Í fyrradag samþykkti byggðarráð Borgarbyggðar að hvetja borgarstjórn Reykjavíkur til að sýna ábyrgð og stefnufestu við stjórn fyrirtækja í sameiginlegri eigu Borgarbyggðar, Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Ólíðandi væri að fimm sinnum hefði verið skipt um formann stjórnar OR og þrisvar um stjórnarformann Faxaflóahafna á innan við tveimur árum í krafti meirihlutaeignar Reykjavíkur í fyrirtækjunum.