HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 15 febrúar nk. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag en hann er grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 15 febrúar nk. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á miðvikudag en hann er grunaður um aðild að fíkniefnainnflutningi. Maðurinn kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Alls eru þá fjórir menn í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til innflutnings á rúmlega 4,5 kg af amfetamíni og 600 g af kókaíni með hraðsendingu til landsins í nóvember.