Regluleg laun fullvinnandi launamanna á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 297 þúsund krónur á mánuði árið 2006 en heildarlaunin 383 þúsund krónur. Fjöldi greiddra stunda var 45 stundir á viku.

Regluleg laun fullvinnandi launamanna á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 297 þúsund krónur á mánuði árið 2006 en heildarlaunin 383 þúsund krónur. Fjöldi greiddra stunda var 45 stundir á viku. Algengustu heildarlaunin árið 2006 voru á bilinu 245 til 295 þúsund krónur og voru 18 prósent launamanna með laun á því bili.

Þetta eru niðurstöður úr launarannsókn Hagstofu Íslands fyrir árin 1998 til 2006.

Heildarlaun voru hæst í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og almannatryggingum eða 530 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Frá árinu 1998 byggja niðurstöður á iðnaði, byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, verslun og ýmiss konar viðgerðarþjónustu og samgöngum og flutningum. Atvinnugrein sem ber heitið fjármálaþjónusta, lífeyrissjóðir og vátryggingar bættist við árið 2005.

ibs