FJÓRIR af hverjum tíu Dönum á aldrinum 18 og 19 ára vita ekki hvað vextir eru. Kemur þetta fram í könnun, sem gerð var fyrir Danske Bank.

FJÓRIR af hverjum tíu Dönum á aldrinum 18 og 19 ára vita ekki hvað vextir eru. Kemur þetta fram í könnun, sem gerð var fyrir Danske Bank.

Ljóst þykir, að þekkingu ungs fólks á efnahagsmálum er mjög ábótavant en það kom þó fram í könnuninni, að almennt kann unga fólkið fótum sínum forráð í fjármálum og lifir ekki um efni fram.

Í könnuninni voru ungmennin og foreldrar þeirra beðin að skoða þrjú lán og meta hvert þeirra væri hagstæðast. Með tveimur fylgdu ýmis lánatengd gjöld en ekki því þriðja, sem bar hins vegar nokkru hærri vexti. Ekki þurfti mikla útreikninga til að finna, að síðastnefnda lánið var langhagstæðast á lánstímanum, sem var hálfur mánuður, en samt gat rúmur helmingur fólksins ekki reiknað það út.