Í keppninni um ráðningar á fólki með rétt flokksskírteini hefur Samfylkingin náð forystu. Nýjasta dæmið er ráðning flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Af 17 umsækjendum voru 5 í lokaviðtölum.

Í keppninni um ráðningar á fólki með rétt flokksskírteini hefur Samfylkingin náð forystu.

Nýjasta dæmið er ráðning flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Af 17 umsækjendum voru 5 í lokaviðtölum. Þeir hafa beðið niðurstöðu, en þá bregður svo við að samgönguráðherra skipar í stöðuna tímabundið, engan þeirra fimm umsækjenda sem voru í lokaviðtölum.

Hvern skipaði samgönguráðherrann í stöðuna? Jú, mann sem er lögreglumaður og flugvirki, en hefur rétt flokksskírteini.

Magnús Stefánsson

magnuss.is