Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Prókofiev og þættir úr Myndum á sýningu eftir Mussorgsky verða fluttir á sérstökum barna- og fjölskyldutónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardag kl. 13.

Ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Prókofiev og þættir úr Myndum á sýningu eftir Mussorgsky verða fluttir á sérstökum barna- og fjölskyldutónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardag kl. 13. Tónleikarnir eru liður í TKTK, tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs, og verður tónlistin leikin í útsetningum fyrir blásarakvintett. Sögumaður er Sigurþór Heimisson leikari.

Ýmislegt fleira verður í boði fyrir börn um helgina því að á sunnudag kl. 14 fer fram listasmiðja Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Smiðjan er helguð huldufólki en á sýningu Steingríms Eyfjörð; Lóan er komin, sem stendur yfir í safninu leynast tilvísanir í álfa og huldufólk. Áður en listasmiðjan hefst verður gengið undir leiðsögn um sýninguna.