Dýrir hlaupaskór eru að líkindum verri kostur en þeir ódýrustu hvað hlaup varðar.
Dýrir hlaupaskór eru að líkindum verri kostur en þeir ódýrustu hvað hlaup varðar. Hafa vísindamenn breskir komist að því að ódýrir hlaupaskór vernda fætur og bein jafnan betur en flottir, fágaðir og dýrir og þátttakendur í sérstakri könnun vildu ekki meina að dýrustu skórnir væru almennt þægilegri heldur. Skýrist þetta að flestu leyti af því að ódýrari týpur af skóm eru jafnan með aðeins þykkari sóla sem taka betur við höggum og þrýstingi.