Fegurðin í fyrirrúmi. Norður &spade;107 &heart;Á1096 ⋄ÁK &klubs;KG1082 Vestur Austur &spade;Á62 &spade;KG9843 &heart;74 &heart;5 ⋄G10974 ⋄D532 &klubs;D74 &klubs;Á9 Suður &spade;D5 &heart;KDG832 ⋄86 &klubs;653 Suður spilar 4&heart;.

Fegurðin í fyrirrúmi.

Norður
107
Á1096
ÁK
KG1082
Vestur Austur
Á62 KG9843
74 5
G10974 D532
D74 Á9
Suður
D5
KDG832
86
653
Suður spilar 4.

„Hafa skal það sem fegurra reynist,“ segja spilarar stundum þegar þeir kjósa að spila upp á kastþröng eða innkast í staðinn fyrir „ómerkilega“ svíningu. Í þessu felst það sjónarmið að fegurðin sé fólgin í flækjunni. Sem ekki er rétt, því hið einfalda er oft fagurt. Lítum á spil úr Reykjavíkurmótinu.

Norður opnar á 1 og austur hindrar með 2. Suður ákveður að tuddast beint í 4 og allir passa eldsnöggt. Vestur kemur út með Á og austur kallar. Meiri spaði á kóng og tígull til baka. Sagnhafi hreinsar tígulinn og tekur tvisvar tromp. Spilar síðan laufi að blindum og stund fegurðarinnar er runnin upp – kóngur eða gosi?

Ef austur á Dx vinnst spilið með því að stinga upp kóng og endaspila vörnina með meira laufi. Það er flókna leiðin og sú sem kitlar fegurðarskynið. En hér dugir einföld svíning og hún er falleg í því ljósi að vestur hugsaði sig ekkert um yfir 4 – en hefði kannski íhugað málið betur með tvo ása og spaðastuðning.