Ásgeir Einarsson, atvinnukafari frá Akranesi, kafaði í gær við miðbakkann á Reykjavíkurhöfn til að losa flækju úr skrúfu línubátsins Kristrúnar. Ásgeir var ekki laus við munnherkjur af kulda þegar hann kom upp úr kafinu.
Ásgeir Einarsson, atvinnukafari frá Akranesi, kafaði í gær við miðbakkann á Reykjavíkurhöfn til að losa flækju úr skrúfu línubátsins Kristrúnar. Ásgeir var ekki laus við munnherkjur af kulda þegar hann kom upp úr kafinu. „Það er verst að koma upp, þá frýs maður,“ segir Ásgeir, „sumir venjast þessu, en margir detta út á veturna og við erum kringum tuginn sem köfum allt árið,“ segir Ásgeir sem á þrjá syni sem eru kafarar eins og pabbinn.