* Frosti Logason , fyrrverandi gítarleikari Mínuss (og núverandi gítarleikari í Drepi), kann ýmis klækjabrögðin er kemur að því að renna upp og niður gítarhálsinn.
* Frosti Logason , fyrrverandi gítarleikari Mínuss (og núverandi gítarleikari í Drepi), kann ýmis klækjabrögðin er kemur að því að renna upp og niður gítarhálsinn. Hann hefur nú ákveðið að beita þeirri útsjónarsemi á fleiri sviðum þar sem hann er kominn á kaf í stúdentapólitíkina, en hann skipar nú fjórða sæti á framboðslista Vöku til Háskólaráðs (sjá http://vaka.host.is/frambod/haskolarad2008). Frosti leggur stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Það hefur seint þótt rokkað að halla sér til hægri í pólitíkinni en Frosti getur þó alltént afskrifað vinnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa látið glannaleg ummæli falla um heilbrigðisráðherra í DV á dögunum.