Knattspyrnugoðið, fíkillinn og dansstjarnan Diego Maradona hefur loks beðist afsökunar á einhverju umtalaðasta og umdeildasta marki sem nokkurn tíma hefur verið skorað í knattspyrnu; marki hans með hendi í landsleik Englands og Argentínu á HM í Mexíkó...

Knattspyrnugoðið, fíkillinn og dansstjarnan Diego Maradona hefur loks beðist afsökunar á einhverju umtalaðasta og umdeildasta marki sem nokkurn tíma hefur verið skorað í knattspyrnu; marki hans með hendi í landsleik Englands og Argentínu á HM í Mexíkó 1986 sem Maradona hélt fast við að „hönd Guðs“ hefði komið nærri og átt sök á.

Áberandi var í sjónvarpi að markið væri ólöglegt en dómarinn var illa staðsettur og lét það standa sem vakti deilur í mörg ár á eftir enda tryggði það að Argentína komst áfram í undanúrslit og vann heimsmeistaratitilinn það árið.

Heimspekingurinn Maradona var samt ekki á því að gera mál úr afsökuninni. „Þetta er vatn undir brúna og hluti af sögunni og verður ekki breytt úr þessu. Lífið heldur áfram.“